Nálastungur

Nálastungur eru kröftug meðferð sem örvar mátt mannsinns og svörun líkamans til endurnýjunar og viðhalds. Nálastungum er beitt við smávægilegum jafnt sem alvarlegum veikindum og gagnast vel við meiðslum.
meira >

Andlitsnálastungur

Andlitsnálastungur eru raunhæfur kostur til að draga úr og hægja á öldrun í andliti. Með því að auka blóðflæði og chi um andlitið verður húðin stinnari. Nálastungurnar draga úr hrukkum og fínum línum, vinna á þrota og pokum undir og yfir augum, skerpa kjálka og auka frískleika í andliti.
meira >

Vertu velkomin á Dagmar nálastungur

Vertu velkominn á vefsíðuna mina. Það er von mín að hér finnir þú áhugavert efni um nálastungur og fáir svör við þeim spurningum sem kunna að vakna. Einnig er þér velkomið að senda mér póst með frekari fyrirspurnum. Hér má líka nálgast upplýsingar um þá þjónustu sem ég veiti, verð og staðsetningu.

Klassískar kínverskar nálastungur

Nálastungur eru upprunnar í Kína og elstu skriflegu heimildir um þær eru u.þ.b. 2.500 ára gamlar. Þá þegar gefa þær góðar upplýsingar um veikindi, heilsu og fyrirbyggjandi meðferðir. Nálastungur eru ein af fáum lækningameðferðum sem sem byggja á svo fornum grunni og notaðar eru á okkar tímum um allan heim. Smá saman hefur skilningur á gagnsemi nálastungna aukist í okkar vestræna heimi og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (e. WHO) álítur þær árangursríka meðferð við heilsutengdum vandamálum sem byggi á raunhæfri sýn á starfsemi líkamans og lækningu veikinda.

- nánar -

Yin, Yang og Chi

Yin og Yang er upphaf alls. Kyrrstaða er ekki til og allt fylgir ákveðinni hringrás. Það má líkja Yang við sól, útþenslu, dag, hita en Yin er andstæðan; nótt, kuldi, stilla. Þau eru óaðskiljanleg og hvorugt er hinu mikilvægara, þau eru til staðar í öllu, á stöðugri hreyfingu og í dínamísku jafnvægi. Eins og dagur sem líður inn í nóttina og sólarljós sem lýsir upp skugga. Ef Yin verður of veikt verður Yang of sterkt og getur t.d. valdið höfuðverkjum, háum blóðþrýstingi, útbrotum, stressi, svefnleysi og kvíða. Ef Yin verður of sterkt verður Yang of veikt og getur valdið slímmyndun, vökvasöfnun, sleni, kulda og þyngslum í fótleggjum. Alltaf fara þau saman þessi tvö og það er aðeins á dauðastundinni sem þau skiljast að.

- nánar -