Gleymum ekki að jörðin er lifandi vera

Steinahringir sem eru sérstaklega algengir í Bretlandi og N-Frakklandi, hafa í gegn um árþúsundir vakið furðu og forvitni kynslóðanna. Í dag er nánast ekkert vitað um þá menningu sem reisti steinana né heldur í hvaða tilgangi þeir voru reistir. Getgátur og kenningar eru þó fjölmargar. Steinarnir eru reistir upp á endann í hring, mismargir og misstórir. Það má furðu sæta að þjóðfélög fyrr á tímum hafi ráðið yfir tækni til að reisa slík björg upp á endan tæplega hálf ofaní jörðina og eru sum yfir fimm tonn á þyngd. Stonehenge er sennilega þekktasti hringurinn og virðast vísindamenn helst hafa komist að þeirri niðurstöðu að það hafi verið reist sem nokkurskonar stjörnuathugunarstöð. Línur dregnar gegnum hringinn sýna furðulega glöggskyggni fornmanna á áttir, gang himintungla og stærðfræði. Jafnframt hafa segulmælingar sýnt, að steinarnir eru segulmagnaðir og hefur verið álitið í gegnum tíðinna að steinarnir hafi lækningamátt.

Með spákvisti hefur verið sýnt fram á að orkulínur liggja á milli steinanna og að net af orkulínum liggur á milli steinhringjasvæða og fornra bygginga, t.d. á Bretlandi. Orkulínur þessar hafa verið kallaðar “Ley lines³ en þýðing á Íslensku liggur ekki fyrir. Gamlar kirkjur sem sagðar eru hafa “góðan anda³ hafa í gegnum sig slíkar línur. Línurnar, sem eru um einn til þrír metrar að breidd, ganga í gegn-um kirkjuna og krossast í miðju altarinu. Þessar kirkjur eru margar hverjar byggðar á rústum fornra hofa úr heiðni. Er ekki gjörla vitað hvort kirkjur hafa verið byggðar á línuni eða línan komið eftir á. Línurnar eru stundum tvær hlið við hlið. Athuganir hafa sýnt að götur til forna lágu eftir þessum línum en nútíma skipulagsfræði hefur breytt því og eru nú eingöngu dýratroðningar þar sem “Ley línurnar³ liggja. Margt merkilegt hefur komið fram í sambandi við “Ley línur³ til dæmis er meiri líkur á yfirskilvitlegum skynjunum ef staðið er í slíkri línu en utan við. Enskur prófessor sem upplifði þá athyglisverðu reynslu að sjá herdeild rómverja þramma eftir göngusíg alvopnaðir og íklæddir brynjum. Mörgum árum seinna var þessi sami prófessor staddur á sama stað og upplifði hann þá svipað atvik. Í kjölfarið hóf hann að rannska svæðið með spákvist og sýndi sú rannsókn að hann hafði í báðum tilfellum staðið inn í “Ley línu³. Hann hóf að kynna sér máið betur og komst hann að þeirri niðurstöu að flest yfirskilvitleg fyrirbæri eins og draugagangur, FFH sýnir, og skrýmslasýnir (Lock Ness) væru margfalt líklegri ef sjáandinn stæði í “Ley línu³ þar sem atvik á sér stað. Jafnframt hafa miðlar oft látið þau orð falla þegar þeir glíma við draugagang að “Ley lína³ sé til staðar. Athyglisverð tilraun var gerð á línum þessum fyrir nokkru sem sýndi að hægt var að flytja upplýsingar eftir þessum línum um langa vegalengd. Tilraunin var gerð þannig að einn maður stóð í línunni og sveiflaði pendúl eftir fyrirfram ákveðnu kerfi. Annar einstaklingur stóð nokkur hundruð metrum frá, en inn í sömu orkulínu. Sá maður stóð einnig með pendúl og skráði hjá sér ferli hans. Síðan voru ferlin borin saman og kom þá í ljós að hegðun pendúlsins var eins hjá báðum. Það er ekki erfitt að ímynda sér möguleikana sem svona línur hafa boðið upp á til samskipta og væri fróðlegt að vita hvort þær hafi verið að hluta til gerðar af manna höndum til meðal annars, að þjóna sem samskiptanet um gervallt landið, nokkurskonar ritsími.
Nálastungur.
En steinarnir gætu hafa haft önnur hlutverk en að vera stjörnuathugunarstöð Það mætti til dæmis varpa þeirri kenningu fram að þeir vinni eins og nálar í kínversku nálastunguaðferðinni og samsvari nálum sem nálastungulæknar setja í húð manna eftir tilteknu kerfi. Tilgangurinn með slíku gæti til dæmis verið að örva lífsorku tiltekinna jarðsvæða til að gefa af sér betri uppskeru. Orkubrautir þessar eru illmælanlegar með heðfbundinni tækni, en það er kannski ekki fráleitt að líkja þeim við orkukerfi mannslíkamanns, þ.e.a.s. orkukerfi því sem Acupuncture kerfið (kínverska nálastunguaðferin) byggist á. Saga kínversku nálastunguaðferðarinnar er talin um fimm þúsund ára gömul. Sagan segir að hermenn sem urðu fyrir örvum óvina hafi fundið tengsl frá ör í sári og bót á öðrum meinum sem voru þó annarskonar. Fyrir vestræn vísindi er ekki auðvelt að viðurkenna nálastungukenningun. Engar líffræðilegar eða raffræðilegar brautir liggja eftiir þeim farvegum sem kenningin segir til um, né nokkur sjáanlegur burðarliður fyrir einhverskonar orku. Það hefur þess vegna alltaf vakið furðu að viðnám húðarinnar mælt með venjulegum ómmæli (Wheatstone brú) er lægra á punktum þessum en annarstaðar á húðinni. Brautir þessar eru sagðar liggja frá tilteknum punkti og að ákveðnu líffæri. Kínverjar hafa kortlagt alla punktana og líffæri sem þeir höfða til. Brautirnar eru sagðar leiða lífsorku frá húðinni til tiltekina líffæra og segja fræðin að hringrás sé í gangi allan sólahringinn og taki hún 25 tíma. Árið 1989 gerðu tveir vísindamenn í París þeir Dr Jean-Claude Darras og Prófessor Dr. De Vernejoul merkilega uppgötvun er þeim tókst að gera sýnilegar þessar orkubrautir. Þeir útbjuggu geislavirkan vökva sem þeir dreyptu á húð. Síðan notuðu þeir Gamma-geisla myndavél til að fylgjast með útbreiðslu efnissins. Það kom í ljós að efnið breiddist ekki um líkamann eftir sogæðakerfinu né heldur fór úð inn í blóðrás. En ef efnið var sett yfir nálastungupunkt byrjaði það að streyma inn í líkamann eftir óþekktri braut og að því líffæri sem hin fornu fræði sögðu til um. Hraðin á streyminu var ca 2-3 cm á mín. og var hægt að auka hraðann með því að örva punktinn sem geislavirka efnið var sett að. Jafnframt kom í ljós að ef tiltekið líffæri var sjúkt ferðaðist geislinn mun hægar. Hversvegna leiðir slík braut betur rafmagn og geislavirkni en húðin? Því er ekki auðsvarað. Rannsóknir á þessu fyrirbæri eru ekki fyrirferðamiklar og stafar það kannski helst af því að rannsóknir eru dýrar og fjárstyrkir af skornum skammti. En eru jarðárur og “Ley línur³ af sama toga og orkukerfi mannslíkamanns? Það er ansi margt sem bendir til þess. Jarðárur eru af margvíslegum toga en mest er talað um þær neikvæðu, þ.e. þær sem hafa skaðleg áhrif á líkamann. Við vitum ekki gjörla hvort jarðára er hættuleg orka eða bara lífsorka í hættulegu formi. Til dæmis hafa sumir líkt þessu við vatn, ef þú ert þyrstur þá kastar þú þér ekki út í stórfljót til að drekka. Sem sagt orka jarðáranna sé í raun lífsorka en kraftmeiri en svo að líkaminn geti notað sér hana. Svokallaðir “Dowsers³ eða vatnamælingamenn sem mæla með spákvistum hafa mikið spekúlerað í fyrirbærinu “jarðára³. Þeir hafa meðal annars komist að því, að í fornum bæjum og þorpum þar sem menning reis hátt á undanförum árþúsundum finnst hvergi hús sem reist hefur verið á jarð- eða vatnsáru. Það bendir eindregið til þess að forfeður okkar hafi haft meiri þekkingu á þessu en við. Athyglisverðari kenningu gagnvart víkingatímabilinu var varpað fram fyrir nokkru. Hún er ekki mjög vísindaleg en það er broddur í henni. Kenningin er sú að forsenda fyrir veldi og menningu víkingana til forna hefði verið þekking á eðli jarðar. Það risu stór þorp og mikil menning blómstraði. En forsendan fyrir því að þorp gæti blómstrað í þessum stærðum var sú að ekki væri byggt á jarðáru. Því reistu víkingarnir rúnasteina. Kenningin segir að þeir hafi þjónað þeim tilgangi að eyða áhrifum jarðáru og beina henni í farveg sem ekki gerði skaða. Rúnirnar á steinunum hafi verið aukaatriði. Síðan við kristnitöku er farið að líta á þetta sem kukl, hætt var að passa upp á viðhald og jarðárur fengu að ferðast óáreittar. Þetta ku hafa markað upphaf endaloka menningarskeiðs víkinganna. Það er athyglisvert að jarðárur virðast illskeyttari ef þær hafa orðið fyrir áhrifum frá rafmagni. Hvort hér er um “mótunaráhrif³ eða rafmagnsleiðni er ekki auðvelt að átta sig á en margt bendir til að um leiðni sé að ræða. Þetta samsvarar því sem við vitum um nálastungulínurnar í líkamanum, þær leiða rafmagn betur en húðin.
Kirilian.
Þessi niðurstaða er að mörgu leyti í samræmi við niðurstöður tilrauna með Kirilian ljósmyndavélar. Kirilian ljósmyndatæknin var uppgötvuð snemma á öldinni og hefur vakið mikla furðu fræðimann. Meðal annars sýna ljósmyndir úr vélinni nálastungupunktana sem kínverjar höfðu uppgötvað. Það sem mesta furðu hefur vakið er þó sú staðreynd að ef t.d. laufblað er ljósmyndað sést einskonar orkukerfi í blaðinu. En ef laufblaðið er skorið í sundur og annar helmingurinn myndaður kemur fram mynd af öllu blaðinu. Sem sagt báðir helmingar hafa einhverskonar orkubrautir sem samsvara hinum afskorna helmingi. Jafnframt hefur verið sýnt fram á að heilarar hafa mun meiri útgeislun í höndum en venjulegt fólk.
Spákvistur.
Það hjálpartæki sem mest hefur verið notað til að finna vatnsæðar í jörðu og jarðárur er spákvistur. Spákvisturinn er yfir sex þúsund ára gömul uppfinning. Í gegn um tíðina hafa svokallaðir L-prjónar náð meiri útbreiðslu. Notagildi þessara prjóna er ótrúlegt fyrir utan að þeir séu notaðir til að finna vatn í jörðu hafa þeir verið notaðir til að finna fólk sem týnst hefur í snjóflóðum og týndum munum. Tékkneski prófessorinn Dr. Zaboj Harvalik var mikill áhugamaður um notkun spákvista.. Hann gerði tilrun sem miðaði að því að finna út hvort hægt væri að finna rafsegulsvið með spákvist. Dr. Zaboj setti niður í jörðina tvö rör með 18 m millibili og tengdi við það spennugjafa sem gat leitt straum í jörðina frá 0 – 150 milliAmper. Síðan fékk hann vatnsleitarmenn til að ganga yfir svæðið milli rörana til að vita hvort einhver viðbrögð kæmu fram. Og það stóð ekki á viðbrögðum, eftir miklar tilraunir var niðurstaðan sú að vatnsleitarmaður fékk greinileg viðbrögð yfir línunni milla pípanna. Dr. Zaboj komst að því að þeir námu svið sem orsakaðist af allt að 0,5 milliAmpera straum sem er hálfur þúsundasti úr amperi en til gamans má geta þess að 250 milliAmper renna í gegn um taug til venjulegrar 60W ljósaperu. Í framhaldi af þessum rannsóknum gerði Dr. Zaboj tilraun sem miðaði að því að finna hvort líkaminn hefði einhverskonar móttakara fyrir utanaðkomandi rafsegulbylgjur. Hann útbjó skermingar úr sérstakri málmblöndu sem einangrar segulsvið og kom fyrir á líkama vatnsleitarmanna. Niðurstöðurnar voru afgerandi. Ef skermur var utan um mitti eða höfuð, fengu vatnsleitarmenn engin viðbrögð á spákvistinn. Eftir frekari rannsóknir komst Dr Zaboj að þeirri niðurstöðu að segulsviðsnemarnir væru annaðhvort í nýrnahettum, heiladingli eða heilaköngli. Þetta gefur vísbendingar um að eðli jarðáru sé raffræðilegs eðlis þar sem auðvelt er að finna jarðáru með spákvist. Fyrir nokkru mældi ég rafgeislun í húsi þar sem húsmóðirin, sem var skyggn, sá undarlegan flórandi bjarma frá öllum hurðarkörmum, línur á sumum veggjum og í hornum í íbúð sinni. Allsstaðar þar sem hún sá þennan bjarma mældist rafsviðið í styrkleika um eða yfir 12 Vm. Það var því alveg ljóst að það var rafgeislun frá húsrafmagninu sem hún sá. Manni verður á að spyrja sjálfan sig, hvað er það þá sem sjáendur sjá í kring um fólk og hversvegna er hægt að finna fólk með L-prjónum sem grafist hefur í fönn?

Valdemar Gísli Valdemarsson
höfundur er rafeindavirkjameistari
og áhugamaður um umhverfismál.

Greinin birtist í tímaritinu Nýir tímar.