Nálastungumeðferð við hitakófi hjá brjóstakrabbameins sjúklingum

Nálastungumeðferð við hitakófi hjá brjóstakrabbameins sjúklingum

Slæm hitakóf með þar tilheyrandi vanlíðan og svefnleysi er algeng aukaverkun af lyfjum sem notuð eru gegn krabbameini í brjóstum. Þessi hitakóf geta verið það yfirþyrmandi að sumir sjúklingar hætta lyfja meðferð. Nálastungur geta mögulega hjálpað gegn þessu vandamáli.

Nálastungur geta líklega létt áhrif aukaverkana  móthormónameðferðar hjá brjóstakrabbamein sjúklingunum.

Á  hverju ári greinast rúmlega 4000 danskar konur með brjóstakrabbamein. Í flestum tilfellum samanstendur meðferðin af aðgerð (uppskurði),lyfjameðferð (kemoterapi) og síðan móthormónameðferð í u.þ.b. 5 ár  á eftir til að hindra nýtt mein. Móthormónameðferðin getur hjá yngri konum valdið óþægindum vegna einkenna tíðahvarfa framkallaðs af lyfjunum og hjá þeim eldri sem þegar eru á breytingaskeiði geta hitakófin versnað.

“Sérstaklega getur svitakóf með þar tilheyrandi svefnleysi verið vandamál. Margar konur þurfa að skifta um náttföt mörgum sinnum á nótt og hjá sumum er ástandið það slæmt að þær hafa  annað rúm tilbúið með auka sængurfötum sem þær geta flutt sig yfir í þegar sængurfötin verða gegnblaut af svita. Þessi röskun á nætursvefni gerir það að verkum að konurnar verða óupplagðar og þreyttar og lífsgæðin minnka.” Segir Susanne Bokmand yfirlæknir á Mammacenteret, deild fyrir brjóstakrabbameins sjúklinga á Sjúkrahúsinu í Vejle. Nálastungur geta mögulega dregið úr hitakófinu.

Hitakófið eru í sumum tilfellum það yfirþyrmandi að konurnar hætta í lengri eða skemmri tíma að taka móthormóna lyfin, útskýrir Jill Hervik  sem er nálastungulæknir og sjúkraþjálfari á verkjameðferðardeild á norska sjúkrahúsinu i Vestfold í Noregi. Jill Hervik hefur þar af leiðandi kannað á hópi sjúklinga í samvinnu við Odd Mjåland yfirlækni hvort nálastungur geti minnkað hitakóf hjá sjúklingum með brjóstakrabbamein.

Í rannsókninni fékk helmingur sjúklinganna hefðbundna kínverska nálastungumeðferð en hinn hópurinn fékk falskar nálastungur þar sem nálum sem líktust nálastungunálum var bara stungið nokkra mm.inn í húð.

Hitakófseinkennin  minnkuðu um helming hjá 5 af 6   konum í hópnum sem fengu alvöru nálastungumeðferð .en aðeins ein af 6 konum úr  hópnum sem fengu falskar nálastungur fann breytingu til batnaðar. Þar að auki héldust áhrif raunverulegu nálastungumeðferðarinnar 12 vikum eftir að meðferð var hætt, en þá voru hitakófin ennþá 30 prósentum minni en áður en meðferðin hófst.

Hefðbundin meðferð gegn hitakófi bönnuð.

Við einkennum hitakófs á breytingarskeiði er heilbrigðum konum oft ráðlögð hormónameðferð. Þessi meðferð hentar alls ekki brjóstakrabbameins sjúklingum því þá aukast líkurnar á endurteknu krabbameini.

Þess í stað fá sumir brjóstakrabbamein sjúklingar blóðþrýstings lækkandi lyf sem dregur úr svitamyndun, útskýrir Susanne Bokmand. En til að ná þessari virkni þarf mjög stóra skammta af lyfinu með aðrar aukaverkanir s.s.máttleysi og svima.

Læknar jákvæðir gagnvart nálastungum.

Susanne Bokmand finnst áríðandi að rannsaka hvort  nálastungur geti verið góð lausn án aukaverkana  fyrir konur sem undirgangist aðgerð vegna brjóstakrabbameins. Nýlega lauk hún rannsókn á virkni nálastungumeðferðar á hitakóf og svefn hjá konum með brjóstakrabbamein á Mammacenteret .  Í rannsókninni voru bornir saman 3 hópar kvenna sem fengu annarsvegar  nálastungur, hinsvegar falskar (placebo) nálastungur og svo fékk þriðji hópurinn engar.

Susanne segir að það hefur sýnt sig að nálastungur hafa marktæk bætandi áhrif á nætursvefn og minnkar Hitakóf og áhrifin héldust að minnsta kosti í 12 vikur.

Í ljósi þessara niðurstaðna og eigin reynslu mælir Susanne Bokmand hiklaust með nálastungum og það er hennar mat að þær komi að notum á öllu  krabbameins meðferðarferlinu.

Nauðsynlegt að gera frekari rannsóknir.

Jill Hervik sem stendur fyrir norsku rannsókninni vonar að nálastungur muni létta aukaverkanir af andhormónameðferðinni hjá konum með brjóstakrabbamein.  Hún undirstrikar þörfina fyrir frekari rannsóknir á þessu efni.

Glucophage