Frétt frá Eddu um reynslu sína af D vítamín notkun.

Hér er ég komin aftur alltaf að predika D-vítamín.
> Vildi bara aðeins minna á það. Hér á vinnustaðnum mínum eru nú þegar nokkrir
> sammála mér eftir að hafa lesið “viðurkenndar” greinar og ýmsir hér taka 2000IU á dag.
> Ég tek 5000IU á dag (flesta daga) og ef ég finn fyrir flensueinkennum
> þá geri ég Stoss Therapi ( http://www.4optimallife.com/VitD3IAC.html
> ) á sjálfri mér og tek 50000IU fyrir hver 25kg líkamsvigtar (ég
> pantaði mér 50.000IU tölfur á amazon.com) Þetta geri ég 3 kvöld í röð
> og melda mig samviskusamlega veika á meðan.
> Margir væru án vafa fljótir til að skjóta árangur minn í kaf á þeim
> forsemdum að ég vann ekki þar til ég var orðin veik en staðreyndin er
> sú að ég sem hef verið flensuaumingi dauðans í amk 10 ár og tók í
> fyrravetur 5 fúkkalyfskúra gegn síendurteknum berkju- og
> kinnholusýkinga í kjölfar kvefpesta, þar af tvo fjölvirka (Citrimax)
> sem aðeins eru gefnir “spari” við fjölónæmum sýklum og ég er mjög
> mikið á móti (þeir gera mig brjálaða í skapinu og auka á sykurfíkn. Ég þyngdist um 15 kg frá janúar fram í Júní….
> Ok ég þarf að fara að koma mér að efninu, ég veit. Staðreyndin er
> semsagt sú að ég fór ekki í bólusetningu í haust og hef tekið 5000IU í
> vetur auk stoss-meðferðar í 3 skipti. Ég hef ekki fengið eitt einasta
> “gult snít” í vetur, en samt fundir til þreytu og slens þegar
> flensurnar hafa bankað upp á.
> Hefur þú séð þetta eða sambærilegt:
> http://www.drsoram.com/store/vitamin-d-test-kit-package/

>
> einnig er þetta áhugavert:
> http://www.vitamindrevolution.com/disease-prevention-chart/
>
> Með bestu kveðju,
>
> Edda.

Zithromax

On February 12, 2011, posted in: Ýmsar greinar by
3 Responses to “Frétt frá Eddu um reynslu sína af D vítamín notkun.”
Leave a Reply