Plöntur til að eyða eða binda eiturefni í loftinu

Rannsóknir bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA sýna að: Hægt er að nota plöntur til að eyða eða binda eiturefni í loftinu.

Friðarlilja, pottakrýsi og tannhvöss tengdamamma eru dæmi um plöntur sem hreinsa loftið

Nýrri heimili og byggingar sem hönnuð eru með hámarks orkunýtingu í huga eru oftar en ekki þétt lokuð til að hindra orkutap frá hita og loftfrískunarkerfum. Það sem meira er þá eru gerviefni, sem senda frá sér óæskilegar loftegundir, notuð í æ ríkari mæli í byggingum .

Mengunarefnin sem þannig lokast inni í byggingum mynda þannig óæskilegt umhverfi, þannig að í raun getum við talað um “sýktar byggingar”.

Bandaríska geimferðastofnunin (NASA), og samtök bandarískra landslagshönnuða (ALCA) rannsökuðu á tveggja ára tímabili 19 algengar heimilisplöntur til að kanna eiginleika þeirra til að eyða þessum algengu mengunarefnum úr andrúmsloftinu. Af þessu 19 plöntum sem þeir skoðuðu er 17 venjulegar heimilisplöntur og tvær, gerbereur og pottakrýsi, eru notaðar til skrauts á heimilum.

Kostir heimilisplantna er að þær haf aðlagast í hitabeltinu að vaxa undir þéttu laufþaki regnskóganna og hafa myndað með sér eiginleika að lifa af í litlu ljósi. Þessar plöntur eru því sérlega næmar að nýta sér birtu, sem þýðir einnig að þær hafa góða eiginleika að nýta sér andrúmsloftið sér til að taka til sín næringu. Þess vegna eru þær með meiri hæfni til að draga til sín loftegundir, einnig þær eitruðu.

Algengar heimilisplöntur duga vel
til að hreinsa loftið á heimilunum

Meðal þeirra plantna sem eru á lista NASA eru til dæmis: Friðarlilja (Spatiphyllum), Pottakrýsi (Chrysanthemum) og Indjánafjöður sem margir þekkja frekar sem “tannhvöss tengdamamma” (Sansevieria).

Ýmis eiturefni geta borist frá hlutum sem við umgöngumst nær daglega heima hjá okkur og í vinnu.Eitt þeirra er Benzen sem er hættulegt lofkennt efni sem getur borist úr plasti, bensíni olíu, málningu og lakki . Friðarliljan og Krýsi taka t.d í sig Benzen.

Annað efni er Formaldehýð sem myndast t.d við bruna á gasi og bensíni og er í sígarettureyk. Indjánafjöðrin er drjúg að draga það efni til sín. Að lokum má nefna efni sem heitir Tríklóretýlen sem getur borist frá málningu, lakki og prentlitum og eru krýsi mjög dugleg að eyða því.

Þessi virkni heimilsplantna hefur meðal annars verið notuð til að hreinsa loftið í geimförum.