Frjósemi/ófrjósemi

Allt frá því að ég byrjaði að starfa við nálastungur hafa ófrjósemi, meðganga og fæðingar fylgt mér. Nú hafa margar ljósmæður lært fyrstu hjálp með nálastungum og því aðstoða ég konur ekki lengur í fæðingunni sjálfri. En ég fylgi þeim gjarnan við undirbúning að meðgöngu, meðhöndla þær á meðgöngunni og alveg að fæðingu. Fyrsta árið eftir fæðingu barns er oft viðkvæmt og vert að huga vel að heilsu móður, brjóstagjöfin reynist mörgum erfið hvortheldur sem er í byrjun eða þegar frammí sækir, ofaná það bætast svefnlausar nætur, tanntökur og hvað eina sem uppá kemur. Á þessu tímaskeiði er því gott að koma í nálastungur reglulega.

Í ófrjósemi er chi í nýrunum oft lágt og chi í lifur staðnað. Fleira getur þó komið til s.s. kuldi í móðurlífi, of mikill innvortis raki, innvortis hiti og skortur á blóði.

Alltaf er litið til matar- og næringarástands móður. Ég ráðlegg konum að byrja að undirbúa sig 3-6 mánuðum fyrir getnað með nálastungum og góðu mataræði. Bágt næringarástand, sveppasýkingar og þrálátar bólgur eru algengar bæði þegar um er að ræða óskilgreinda ófrjósemi og þar sem augljósar ástæður eins og stíflaðir eggjaleiðarar, legslímuflakk og stöðvun tíðablæðinga liggja fyrir. Það er gríðarlega mikilvægt að huga að mataræði og vera vel nærður fyrir, á og eftir meðgöngu og mörgu má hjálpa með hollum og rétt matreiddum mat. Maður er það sem maður borðar er máltæki sem úreldist ekki og heilsa barna okkar veltur að miklu leyti á því að foreldrar kunni að næra sig og sína.

On November 1, 2012, posted in: Allar greinar, Fréttir, Nálastungugreinar by

Tags: ,

No Responses to “Frjósemi/ófrjósemi”
Leave a Reply