Árstíðaskipti

Árstíðaskipti

Árstíðaskipti eru framundan, þau eiga sér stað fjórum sinnum á ári. Síðustu árstíðaskipti hófust 20. október og enda átján dögum seinna þann 7. nóvember. Þetta er sá tími sem það tekur jörðina og himinhvolið að skipta endanlega úr einni árstíð yfir í aðra. Nú skiptir frá hausti yfir í vetur, það er því gott að koma einu sinni á þessu átján daga tímabil í fyrirbyggjandi nálastungumeðferð til að minnka líkurnar á veikindum yfir veturinn.

Fyrirbyggjandi meðferðir hafa verið stundaðar í u.þ.b. 4600 ár, en í Kína var lögð mikil áhersla á að komast hjá sjúkdómum og þar þótti full seint að byrja að huga að heilsunni þegar fólk var orðið veikt. En eins og segir í Neijing – það er eins og að byrja að grafa fyrir brunni eftir að þú ert orðinn þyrstur.

Í gamla Kína var einn læknir sem sá um íbúa hvers þorps, þorpsbúarnir sáu lækninum svo fyrir nauðsynjum og öllu því er honum vanhagaði um. Starf læknisins var fyrst og fremst að halda íbúunum heilbrigðum því ef einhver veiktist átti hann ekki gott með að sjá lækninum fyrir þörfum hans. Það var því alfarið í þágu læknisins að halda þorpsbúum hraustum og vinnufærum.

Mesti heiður hvers læknis var að fá stöðu hjá keisaranum en það gat kostað hann lífið ef keisarinn veiktist.

Yin Yang Li, almanak sólar og tungls

Ég hef sagt ykkur frá kínverska Yin Yang Li, almanaki sólar og tungls , þar sem spáð er fyrir um veður og eðli veikinda yfir árið. Núna fram að næstu árstíðarskiptum sem verða í febrúar má búast við að veikindi leggist á bringu með verkjum og bólgum, á bak, herðar og herðablöð ásamt verkjum í handleggjum. Svimi, sljóleiki og depurð vegna ójafnvægis í hjartaorku og hjartaverkir, sem eru afleiðing kulda og raka, gera tlíka vart við sig. Verkir í nára og baki sem hafa áhrif hvor á annað hafa tilhneigingu til að verða svo slæmir að erfitt er að beygja sig og rétta úr sér. Ýmiskonar meltingartruflanir eins og þaninn kviður, lystarleysi, niðurgangur, magaverkir, kuldi yfir kviðinn, eymsli í fótleggjum og gigt eru líka í kortunum.

Viðbrögð plánetanna mars og merkúr eru að þær skína skært!

Yin, Yang og Chi

Yin, Yang og Chi

Yin og Yang

Yin og Yang er upphaf alls. Kyrrstaða er ekki til og allt fylgir ákveðinni hringrás. Það má líkja Yang við sól, útþenslu, dag, hita en Yin er andstæðan; nótt, kuldi, stilla. Þau eru óaðskiljanleg og hvorugt er hinu mikilvægara, þau eru til staðar í öllu, á stöðugri hreyfingu og í dínamísku jafnvægi.
Eins og dagur sem líður inn í nóttina og sólarljós sem lýsir upp skugga. Ef Yin verður of veikt verður Yang of sterkt og getur t.d. valdið höfuðverkjum, háum blóðþrýstingi, útbrotum, stressi, svefnleysi og kvíða. Ef Yin verður of sterkt verður Yang of veikt og getur valdið slímmyndun, vökvasöfnun, sleni, kulda og þyngslum í fótleggjum. Alltaf fara þau saman þessi tvö og það er aðeins á dauðastundinni sem þau skiljast að.

Chi er orka

Chi er orka, lífsorkan, og finnst allsstaðar þar sem Yin mætir Yang og himinn mætir jörð. Þetta er krafturinn sem heldur himintunglunum, blóðinu og líkamanum á hreyfingu.
Þú sérð Chi í þrótti fólks og þegar Chi í mat og drykk er gott er maturinn bragðmikill með sterkan lit og skilar til líkamans góðu Chi. Þeir sem búa yfir góðu Chi eiga auðvelt með að koma sér að verki og vinnast verkin vel. En við fáum ekki chi aðeins úr því sem við borðum heldur líka úr loftinu sem við öndum að okkur og sum part úr orkunni í nýrunum. Í samskiptum gengur Chi á milli manna og maturinn sem við borðum bragðast af Chi kokksins. Skortur eða stöðnun á Chi getur lýst sér í offitu, æxlum, blöðrum á eggjastokkum, hand- og fótkulda, almennri deyfð og ýmsu fleiru.

Klassískar kínverskar nálastungur

Klassískar kínverskar nálastungur

Nálastungur eru upprunnar í Kína og elstu skriflegu heimildir um þær eru u.þ.b. 2.500 ára gamlar. Þá þegar gefa þær góðar upplýsingar um veikindi, heilsu og fyrirbyggjandi meðferðir. Nálastungur eru ein af fáum lækningameðferðum sem sem byggja á svo fornum grunni og notaðar eru á okkar tímum um allan heim. Smá saman hefur skilningur á gagnsemi nálastungna aukist í okkar vestræna heimi og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (e. WHO) álítur þær árangursríka meðferð við heilsutengdum vandamálum sem byggi á raunhæfri sýn á starfsemi líkamans og lækningu veikinda.

Allt snýst þetta um orku, eða Chi eins og sagt er. Í Kína er litið á alla sköpun og efnisbirtingu hennar, að manninum meðtöldum, sem formbirtingu af Chi. Allt er orka á hreyfingu, jafnvel hinn þéttasti efnismassi. Á undanförnum áratugum hafa vísindarannsóknir hleypt stoðum undir kenninguna um hreyfingu orku í efnisheiminum.

Nýlega voru uppgötvaðar örsmáar brautir sem innihalda ljóseindir, prótein, stofnfrumur og DNA sem liggja samhliða æðum, sogæðum og taugum og fara um allan líkamann. Þessi uppgötvun varpar enn frekara ljósi á það, sem virtist mönnum ljóst í Kína fyrir mörg þúsund árum, að um líkamann liggja orkubrautir. Mannslíkaminn er knúinn áfram af lífsorku ,Chi, sem rennur um líkamann í orkubrautum og að hægt er að hafa áhrif á heilsu manna gegnum þessar orkubrautir með nálastungum.

Er vorið komið?

Er vorið komið?

Þó svo að mörgum finnist febrúar og mars vera vetrarmánuðir, þá er það nú engu að síður svo að samkvæmt kínverskri stjörnuspeki byrjaði að vora í febrúar.

Ég ætla þó í þetta sinn að halda mig við það að hér sé enn vetur og segja ykkur frá vatnsfrumaflinu sem inniheldur nýru og þvagblöðru, tilheyrir vetri og er dimmt og kalt. Sagt er að „nýrun opnist í eyrunum“ sem þýðir að heyrn er nátengd nýrnaorkunni og heilbrigði hennar. Skörp heyrn eykst í kyrrð og kulda vetrarmánaðanna. Heitar súpur, ristaðar hnetur og flókin kolvetni eru upplögð á köldum dögum. Dökkar litlar baunir, sjávarþang og gufusoðið grænmeti styðja við nýrnaorkuna og er því gott að borða yfir veturinn. Eldaðu mat lengi, við lágan hita og með litlu vatni á veturnar. Bæði salt og beiskt bragð tilheyra vatnsfrumaflinu, eiginleikar þess hafa kælandi áhrif á ysta lag líkamans en senda hita hinsvegar dýpra og neðar í líkamann. Þegar yfirborð líkamans er kaldara verður þér síður kalt.

Best er að nota sjávarsalt eða Himalayasalt allt í réttu magni þó, því of mikil saltneysla getur leitt til mikillar vatnsdrykkju sem hefur veikjandi áhrif á orkuna í nýrum og þvagblöðru. Mikið vatn kæfir einnig eldinn þar sem hjartað dvelur og getur verið undirrór hjarta og æðasjúkdóma.  Mælt er með bitrum mat yfir vetrarmánuðina s.s. rúg, höfrum, hélunjólafræum (quinoa), vatnakarsa, aspas, sellerý og amaranth af þessu getið þið borðað sem mest þið megið og auðvitað er rótargrænmeti kraftmikið og tilvalið á veturnar.

Frjósemi/ófrjósemi

Frjósemi/ófrjósemi

Allt frá því að ég byrjaði að starfa við nálastungur hafa ófrjósemi, meðganga og fæðingar verið partur af starfsemi minni. Nú hafa hinsvegar margar ljósmæður lært fyrstu hjálp í nálastungu við fæðingu, og því hjálpa ég ekki lengur í fæðingunni sjálfri. Ég aðstoða konur þó ennþá við undirbúning að meðgöngu, meðhöndla þær á meðgöngunni, alveg að fæðingunni sjálfri og eftir fæðinguna.

Í kínverskum lækningum er litið til chi orkunnar í nýrunum þegar kemur að ófrjósemi. Nýrnaorkan er oft lágt og chi í lifur staðnað. Fleira getur þó komið til s.s. kuldi í móðurlífi, of mikill innvortis raki, innvortis hiti og skortur á blóði svo eitthvað sé nefnt.

Ég ráðlegg konum ef hægt er að byrja að undirbúa sig 3-6 mánuðum fyrir getnað með nálastungum og góðu mataræði. Bágt næringarástand, sveppasýkingar og þrálátar bólgur eru algengar ástæður ófrjósemi. Það er gríðarlega mikilvægt að huga vel að mataræði og vera vel nærður fyrir, á og eftir meðgöngu. Maður er það sem maður borðar er máltæki sem úreldist ekki og heilsa barna okkar veltur að miklu leyti á því að foreldrar kunni að næra sig og sína.

Fyrsta árið eftir fæðingu barns er oft viðkvæmt og vert að huga vel að heilsu móður. Brjóstagjöfin reynist mörgum erfið hvortheldur sem er í byrjun eða þegar frammí sækir. Ofaná það bætast svo við svefnlausar nætur, tanntökur og hvað eina. Það getur verið hjálplegt fyrir móður að koma reglulega í nálastungur á þessu tímasbili til að hlúa að sjálfri sér og viðhalda sinni eigin orku.

Plöntur til að eyða eða binda eiturefni í loftinu

Plöntur til að eyða eða binda eiturefni í loftinu

Rannsóknir bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA sýna að: Hægt er að nota plöntur til að eyða eða binda eiturefni í loftinu.

Friðarlilja, pottakrýsi og tannhvöss tengdamamma eru dæmi um plöntur sem hreinsa loftið

Nýrri heimili og byggingar sem hönnuð eru með hámarks orkunýtingu í huga eru oftar en ekki þétt lokuð til að hindra orkutap frá hita og loftfrískunarkerfum. Það sem meira er þá eru gerviefni, sem senda frá sér óæskilegar loftegundir, notuð í æ ríkari mæli í byggingum .

Mengunarefnin sem þannig lokast inni í byggingum mynda þannig óæskilegt umhverfi, þannig að í raun getum við talað um “sýktar byggingar”.

Bandaríska geimferðastofnunin (NASA), og samtök bandarískra landslagshönnuða (ALCA) rannsökuðu á tveggja ára tímabili 19 algengar heimilisplöntur til að kanna eiginleika þeirra til að eyða þessum algengu mengunarefnum úr andrúmsloftinu. Af þessu 19 plöntum sem þeir skoðuðu er 17 venjulegar heimilisplöntur og tvær, gerbereur og pottakrýsi, eru notaðar til skrauts á heimilum.

Kostir heimilisplantna er að þær haf aðlagast í hitabeltinu að vaxa undir þéttu laufþaki regnskóganna og hafa myndað með sér eiginleika að lifa af í litlu ljósi. Þessar plöntur eru því sérlega næmar að nýta sér birtu, sem þýðir einnig að þær hafa góða eiginleika að nýta sér andrúmsloftið sér til að taka til sín næringu. Þess vegna eru þær með meiri hæfni til að draga til sín loftegundir, einnig þær eitruðu.

Algengar heimilisplöntur duga vel
til að hreinsa loftið á heimilunum

Meðal þeirra plantna sem eru á lista NASA eru til dæmis: Friðarlilja (Spatiphyllum), Pottakrýsi (Chrysanthemum) og Indjánafjöður sem margir þekkja frekar sem “tannhvöss tengdamamma” (Sansevieria).

Ýmis eiturefni geta borist frá hlutum sem við umgöngumst nær daglega heima hjá okkur og í vinnu.Eitt þeirra er Benzen sem er hættulegt lofkennt efni sem getur borist úr plasti, bensíni olíu, málningu og lakki . Friðarliljan og Krýsi taka t.d í sig Benzen.

Annað efni er Formaldehýð sem myndast t.d við bruna á gasi og bensíni og er í sígarettureyk. Indjánafjöðrin er drjúg að draga það efni til sín. Að lokum má nefna efni sem heitir Tríklóretýlen sem getur borist frá málningu, lakki og prentlitum og eru krýsi mjög dugleg að eyða því.

Þessi virkni heimilsplantna hefur meðal annars verið notuð til að hreinsa loftið í geimförum.