Er vorið komið?

Þó svo að mörgum finnist febrúar og mars vera vetrarmánuðir, þá er það nú engu að síður svo að samkvæmt kínverskri stjörnuspeki byrjaði að vora 4. febrúar.

Ég ætla þó í þetta sinn að halda mig við það að hér sé enn vetur og segja ykkur frá vatnsfrumaflinu sem inniheldur nýru og þvagblöðru, tilheyrir vetri og er dimmt og kalt. Sagt er að „nýrun opnist í eyrunum“ sem þýðir að heyrn er nátengd nýrnaorkunni og heilbrigði hennar. Skörp heyrn eykst í kyrrð og kulda vetrarmánaðanna. Heitar súpur, ristaðar hnetur og flókin kolvetni eru upplögð á köldum dögum. Dökkar litlar baunir, sjávarþang og gufusoðið grænmeti styðja við nýrnaorkuna og er því gott að borða yfir veturinn. Eldaðu mat lengur, við lægri hita og með minna vatni. Bæði salt og beiskt bragð tilheyra vatninu og eiginleikar þess hafa kælandi áhrif á ysta lag líkamans en senda hita hinsvegar dýpra og neðar í líkamann. Þegar yfirborð líkamans er kaldara verður þér síður kalt.

Margir neyta of mikils salts, því skuluð þið fara varlega með það og nota sjávarsalt en of mikil saltneysla hefur áhrif á vatnið, veldur kulda og leiðir til of mikillar vatnsdrykkju sem getur haft veikjandi áhrif bæði á vatnsfrumaflið, nýru og þvagblöðru og eldinn þar sem hjartað dvelur. Bitur matur er t.d. rúgur, hafrar, hélunjólafræ (e. quinoa), vatnakarsi, aspas, sellerý og amaranth af þessu getið þið borðað sem mest þið megið.

read more
OnMarch 13, 2013, posted in: Allar greinar, Fréttir, Ýmsar greinar by

Tags: ,

Frjósemi/ófrjósemi

Allt frá því að ég byrjaði að starfa við nálastungur hafa ófrjósemi, meðganga og fæðingar fylgt mér. Nú hafa margar ljósmæður lært fyrstu hjálp með nálastungum og því aðstoða ég konur ekki lengur í fæðingunni sjálfri. En ég fylgi þeim gjarnan við undirbúning að meðgöngu, meðhöndla þær á meðgöngunni og alveg að fæðingu. Fyrsta árið eftir fæðingu barns er oft viðkvæmt og vert að huga vel að heilsu móður, brjóstagjöfin reynist mörgum erfið hvortheldur sem er í byrjun eða þegar frammí sækir, ofaná það bætast svefnlausar nætur, tanntökur og hvað eina sem uppá kemur. Á þessu tímaskeiði er því gott að koma í nálastungur reglulega.

Í ófrjósemi er chi í nýrunum oft lágt og chi í lifur staðnað. Fleira getur þó komið til s.s. kuldi í móðurlífi, of mikill innvortis raki, innvortis hiti og skortur á blóði.

Alltaf er litið til matar- og næringarástands móður. Ég ráðlegg konum að byrja að undirbúa sig 3-6 mánuðum fyrir getnað með nálastungum og góðu mataræði. Bágt næringarástand, sveppasýkingar og þrálátar bólgur eru algengar bæði þegar um er að ræða óskilgreinda ófrjósemi og þar sem augljósar ástæður eins og stíflaðir eggjaleiðarar, legslímuflakk og stöðvun tíðablæðinga liggja fyrir. Það er gríðarlega mikilvægt að huga að mataræði og vera vel nærður fyrir, á og eftir meðgöngu og mörgu má hjálpa með hollum og rétt matreiddum mat. Maður er það sem maður borðar er máltæki sem úreldist ekki og heilsa barna okkar veltur að miklu leyti á því að foreldrar kunni að næra sig og sína.

read more
OnNovember 1, 2012, posted in: Allar greinar, Fréttir, Nálastungugreinar by

Tags: ,

Yin, Yang og Chi

Yin og Yang

Yin og Yang er upphaf alls. Kyrrstaða er ekki til og allt fylgir ákveðinni hringrás. Það má líkja Yang við sól, útþenslu, dag, hita en Yin er andstæðan; nótt, kuldi, stilla. Þau eru óaðskiljanleg og hvorugt er hinu mikilvægara, þau eru til staðar í öllu, á stöðugri hreyfingu og í dínamísku jafnvægi.
Eins og dagur sem líður inn í nóttina og sólarljós sem lýsir upp skugga. Ef Yin verður of veikt verður Yang of sterkt og getur t.d. valdið höfuðverkjum, háum blóðþrýstingi, útbrotum, stressi, svefnleysi og kvíða. Ef Yin verður of sterkt verður Yang of veikt og getur valdið slímmyndun, vökvasöfnun, sleni, kulda og þyngslum í fótleggjum. Alltaf fara þau saman þessi tvö og það er aðeins á dauðastundinni sem þau skiljast að.

Chi er orka

Chi er orka, lífsorkan, og finnst allsstaðar þar sem Yin mætir Yang og himinn mætir jörð. Þetta er krafturinn sem heldur himintunglunum, blóðinu og líkamanum á hreyfingu.
Þú sérð Chi í þrótti fólks og þegar Chi í mat og drykk er gott er maturinn bragðmikill með sterkan lit og skilar til líkamans góðu Chi. Þeir sem búa yfir góðu Chi eiga auðvelt með að koma sér að verki og vinnast verkin vel. En við fáum ekki chi aðeins úr því sem við borðum heldur líka úr loftinu sem við öndum að okkur og sum part úr orkunni í nýrunum. Í samskiptum gengur Chi á milli manna og maturinn sem við borðum bragðast af Chi kokksins. Skortur eða stöðnun á Chi getur lýst sér í offitu, æxlum, blöðrum á eggjastokkum, hand- og fótkulda, almennri deyfð og ýmsu fleiru.

read more
OnOctober 15, 2012, posted in: Allar greinar, Fréttir, Nálastungugreinar by

Tags: , ,