Frjósemi/ófrjósemi

Frjósemi/ófrjósemi

Allt frá því að ég byrjaði að starfa við nálastungur hafa ófrjósemi, meðganga og fæðingar verið partur af starfsemi minni. Nú hafa hinsvegar margar ljósmæður lært fyrstu hjálp í nálastungu við fæðingu, og því hjálpa ég ekki lengur í fæðingunni sjálfri. Ég aðstoða konur þó ennþá við undirbúning að meðgöngu, meðhöndla þær á meðgöngunni, alveg að fæðingunni sjálfri og eftir fæðinguna.

Í kínverskum lækningum er litið til chi orkunnar í nýrunum þegar kemur að ófrjósemi. Nýrnaorkan er oft lágt og chi í lifur staðnað. Fleira getur þó komið til s.s. kuldi í móðurlífi, of mikill innvortis raki, innvortis hiti og skortur á blóði svo eitthvað sé nefnt.

Ég ráðlegg konum ef hægt er að byrja að undirbúa sig 3-6 mánuðum fyrir getnað með nálastungum og góðu mataræði. Bágt næringarástand, sveppasýkingar og þrálátar bólgur eru algengar ástæður ófrjósemi. Það er gríðarlega mikilvægt að huga vel að mataræði og vera vel nærður fyrir, á og eftir meðgöngu. Maður er það sem maður borðar er máltæki sem úreldist ekki og heilsa barna okkar veltur að miklu leyti á því að foreldrar kunni að næra sig og sína.

Fyrsta árið eftir fæðingu barns er oft viðkvæmt og vert að huga vel að heilsu móður. Brjóstagjöfin reynist mörgum erfið hvortheldur sem er í byrjun eða þegar frammí sækir. Ofaná það bætast svo við svefnlausar nætur, tanntökur og hvað eina. Það getur verið hjálplegt fyrir móður að koma reglulega í nálastungur á þessu tímasbili til að hlúa að sjálfri sér og viðhalda sinni eigin orku.