Dagmar J. Eiríksdóttir LiAc

Nálastungur

Velkomin

Andlits nálastungur - lyfting
Cupping meðferð
Hársýni - Mæling á steinefnabúskap og þungmálmum

Hefðbundnar

Nálastungur

Nálastungur eru kröftug meðferð sem örvar mátt mannsinns og svörun líkamans til endurnýjunar og viðhalds. Nálastungum er beitt við smávægilegum jafnt sem alvarlegum veikindum og gagnast vel við meiðslum. Nálum er stungið í punkta sem liggja víðsvegar um líkamann og oftast eru notaðir frá einum og upp í fimm punkta í hverri meðferð. Fjöldi meðferða fer eftir hversu lengi veikindin hafa varað. Yfirleitt er nóg að koma einu sinni til tvisvar í mánuði eða jafnvel sjaldnar. Þegar unnið er með börn eru ýmist notaðar nálar eða punktarnir nuddaðir.

andlitslyfting

Andlitsnálastungur

Meðferðin fer þannig fram að nálum er stungið rétt undir yfirborð húðar í andliti með það fyrir augum að örva blóð og chi flæði til andlitsins. Meðferðin er sársaukalaus þó að vera megi að svíði undan einstaka stungu stutta stund.

Andlitsnálastungur eru raunhæfur kostur í stað skurðaðgerðar, botox eða ávaxtasýrumeðferðar, að auki er engra lyfja þörf, engar aukaverkanir fylgja, engir skurðir, en árangurinn leynir sér ekki og þær eru margfalt ódýrari en skurðaðgerð!

Fólki er ráðlagt að koma vikulega í tíu til tólf skipti til að ná sem bestum árangri og koma síðan á eins til tveggja mánaða fresti til að viðhalda árangrinum. Þeir sem ekki hafa tök á því að koma vikulega láta lengri tíma líða á milli meðferða, ná engu að síður árangri, þó hann verði  ekki eins hraður né mikill. Þá er tilvalið að fara í andlitsnálastungur þegar mikið stendur til og fólk vill líta sérlega vel út.

Þess ber einnig að geta að margir nefna að meðferðin hafi ráðið bót á svefnleysi, örvað vökvalosun og meltingu og hjálpað til við þyngdarstjórnun.

Cupping

Meðferð

Cupping – bollana nota ég til að örva blóðflæði um valda staði líkamans. Þrýstingurinn sem myndast inní lofttæmdum bollunum dregur til sín blóð og slakar á vöðvum. Bollarnir gagnast mjög vel við vöðvabólgu og þar sem mikil stífni er fyrir í líkamanum, þeir örvar blóðflæði, draga úr bólgum og teygja á vöðvum og vefum.

Hársýni

Mæling á steinefnabúskap og þungmálmum

Hárgreining fer þannig fram að ég tek úr þér hárlokk og sendi til rannsóknarstofu í Arizona í Ameríku. Þar er hárlokkurinn greindur og magn steinefna, snefilefna og þungmálma, sem í honum er, fundið.

Stein- og snefilefni eru okkur lífsnauðsynleg og eru undirstaðan og krafturinn að baki flestra þátta líkamsstarfseminnar. Sem dæmi má nefna að hátt kalkmagn í hársýni gefur til kynna ófullnægjandi starfsemi skjaldkirtils en til að vera enn nákvæmari eru hlutföllin milli kalks og kalíum skoðuð. Séu þau hærri en 10:1 má ætla að skjaldkirtillinn sé farinn að hægja á sér. Ef það greinist einnig zink,kadmíum og blý í sýninu gefur það enn frekar til kynna hæga virkni skjaldkirtils.

Tökum kopar líka sem dæmi, en hann kemur víða við sögu og getur valdið
miklum usla í líkamanum. Klínískir kvillar tengdir kopar eru til dæmis,
unglingabólur, tíðarteppa, anorexía, blóðleysi, candida, sykursýki, hátt kólesterol, mígreni og sóríasis. Helsta ástæðan fyrir uppsöfnun kopars í líkamanum er þverrandi starfsemi nýrnahettanna en áætlað er að 70-80% fólks glími við langvarandi þreytu sem með tímanum dregur úr nýrnahettunum sem svo aftur veldur því að kopar safnast upp í líkamsvefjum og líffærum.

Hér fyrir neðan eru tvær góðar greinar um áhrif kopars í líkamanum.
http://www.arltma.com/Articles/CopperToxDoc.htm
http://www.arltma.com/Articles/CopperToxDoc.htm
Ástæðan fyrir því að ég hóf að notfæra mér þessa þjónustu er sú að dóttir mín
greindist með Hashimoto, sjálfsofnæmi sem veldur bólgum í skjaldkirtli. Ég var að leita að lausn sem gæti hjálpað við að ná bólgunum niður og örva vinnsluna í skjaldkirtlinum. Hársýnin og bætiefnablöndur sem ég versla frá
rannsóknarstofunni hafa skipt sköpum í vegferð hennar til bata, ásamt breyttu
mataræði.
Hér er krækja á heimasíðuna hjá þeim þar sem gnægð er af greinum og fræðandi
efni. http://www.arltma.com