Spurt & svarað
Hversu langur er hver meðhöndlunartími?
Almennur nálastungutími er 60 mín en ef tvinnað er saman við þann tíma andlitsnálastungum tekur tíminn 75 mín. Andlitsmeðferðartíminn tekurum 120 mín.
Hversu margar nálar þarf að nota?
Ég nota yfirleitt frá tveimur og upp í sex nálar í hvert skipti
Hversu oft þarf maður að koma?
Það er misjafnt ef vandamál hefur verið til staðar lengi má reikna með að það taki einhvern tíma að rétta það við en styttri tíma tekur að leiðrétta ný uppkominn vanda.
Eru nálarnar hreinar?
Nálarnar eru einnota sótthreinsaðar og vandlega pakkað.
Í hvaða líkamshluta er stungið?
Þeir punktar sem mest eru notaðir eru staðsettir á höndum, handleggjum, fótum og fótleggjum en einnig eru notaðir punktar um allan líkamann. Meðferðin er ekki svæðisbundin og því gefur staðsetningin punktanna engar upplýsingar um hvað verið er að gera. Líkt og þegar unnið er með höfuð eru punktar á fótum gjarnan notaðir.
Blæðir mikið þegar stungið er?
Það blæðir ekki þegar nálinni er stungið í og í allflestum tilfellum sést ekki blóð. Einstaka sinnum getur það þó gerst að nálin fari í háræð og koma þá nokkrir dropar eða lítið mar. Í sumum tilvikum er það ásetningur minn að draga út nokkra blóðdropa.
Hversu langur er hver meðhöndlunartími?
Almennur nálastungutími er 60 mín en ef tvinnað er saman við þann tíma andlitsnálastungum tekur tíminn 75 mín. Andlitsmeðferðartíminn tekurum 120 mín.
Er hætta á að nál geti brotnað meðan á meðhöndlun stendur?
Nei, en þær geta bognað ef sjúklingur hreyfir sig mikið eða liggur á nálunum. Þessar nálar eru úr ryðfríu stáli, demantshertar og án liðamóta, þær hafa svo mikinn sveigjanleika að það má binda hnút á þær án þess að þær brotni.
Geta nálastungur dregið úr fíkn?
Já, það er hægt að hjálpa. Oft þarf þó að líta dýpra og að rót fíknarinnar og nálastungur geta verið ein af fleirri meðferðum sem leitað er í.
Geta nálastungur flýtt fyrir að bein grói?
Já, en beinbrot þarf að setja saman af lækni á venjulegan hátt. Nálastungumeðferð getur hinsvegar flýtt fyrir að bein grói og hef ég oft verið vitni af því.
Athylisverð þróun í þessu hefur verið í Kína, þegar notað er saman nálastungur og nútíma læknisfræði. Í stað gifs eru notaðar þunnar spelkur, sem halda beinunum í réttum skorðum, en gefa frjálsan aðgang að svæðinu. Nálum er síðan stungið í ákveðna punkta til þess að draga að brotinu orku og flýta fyrir bata.
Hjálpa nálastungur þeim sem ekki trúa á hana?
Já, efasemdir sjúklings hafa engin áhrif á bata.
Er algengt að sjúklingar séu óstyrkir í sambandi við meðhöndlunina?
Já, margir eru það og halda að meðferðin sé álíka sásaukafull og þegar gefin er sprauta, en eftir fyrstu meðferð er sá ótti á bak og burt.
Hve langur tími líður þar til sjúklingur fer að finna bata?
Það er alltaf einstaklingsbundið og fer eftir því hvert meinið er og á hve háu stigi. Sumir finna fyrir breitingum til hins betra eftir fyrsta skipti en aðrir þurfa nokkur skipti til að finna fyrir varanlegum breitingum. Fyrstu breitingar þurfa þó ekki endilega að vera í sambandi við sjúkdómseinkenni, heldur eftilvill meiri gleði, slökun, betri svefn eða önnur jákvæð viðbrögð sem sína að chi-orkan er farin að flæða betur um líkamann. þegar jafnvægi og orkuflæði eykst minka og hverfa sjúkdómseinkenni.
Er nálastungumeðferð örugg?
Nálastungumeðferð hjá fagmönnum er örugg en þess ber að gæta að nálastungumeðhöndlarinn hafi lokið allavega þriggja ára námi í nálastungulækningum frá viðurkendum skóluma. ‘Eg lærði í Bretlandi í International College og Oriental Medicine
Við hverju kemur fólk?
Það gefur ef til vill bestu innsýn að ég telji upp eitthvað af því fjölmarga sem ég hef glímt við síðastliðna þrjá mánuði. Bakverkir, meiðsli á hnjám, meiðsli á öxlum, vöðvabólga, höfuðverkir, gigt, vanvirkur skjaldkirtill, blöðruhálskirtill, krabbamein, ófrjósemi, grindargliðnun á meðgöngu, ógleði á meðgöngu, gangsettningar fyrir fæðingar, tíðarhvörf kvenna, hár blóðþrýstingur, þreyta, leiði, kvíði, þunglyndi, doði í útlimum, óþol, árstíðarbundnar og fyrirbyggjandi meðferðir, andlitsmeðferðir.
Eru nálarnar óþægilegar?
Engir tveir upplifa meðferðina á sama hátt. Sumir finna örlítið fyrir stungunni en aðrir ekki neitt. Þegar nálin fer inn í sjálfan nálastungupunktinn, upplifa sumir doða, straum eða eins og eitthvað vakni til lífsins, þetta er ekki sársauki í líkingu við það stinga sig á saumnál eða títiprjóni.
Hversu lengi eru nálarnar í?
Eftir að nálunum hefur verið stungið í valda punkta fer af stað orkubylgja sem stoppar rúma mínútu í hverri orkubraut og það tekur nákvæmlega 21 mínútu að fara í gegnum brautirnar tólf. Þetta er reglan og meigin viðmið en þó ekki alltaf algilt.
Hverju líkjast nálarnar?
Þær eru úr ryðfríu, gegnheilu stáli og ekki mikið sverari en mannshár.
Hve djúpt er nálunum stungið?
Það er mjög mismunandi. Það fer eftir því hvaða punktar eru notaðir, sumir liggja rétt undir húðinni en þeir sem staðsettir eru í stórum vöðvum liggja dýpra og er þá lengri nál notuð og stungið dýpra.
Eru nálarnar handleiknar eftir að búið er að stinga þeim í?
Chi-orkan í orkubrautunum er mjög fín orka sem þarf litla hvatningu og hvet ég því nálarnar á mjög fínlegan sársaukalausann eða sársauka lítinn hátt.
Er annað en nálar notaðar við meðhöndlun?
Já, stundum er moxa notuð en það er unnið úr blöðum og berki jurtarinnar artemisia vulgaris latiflora, og líkist helst brúnum ullarhnoðra. Ýmist er settur lítill biti af jurtinni á enda nálarinnar og kveikt í eða að einskonar moxa-vindill er notaður til að hita punkt eða stærri svæði. Hitinn hefur sterk áhrif á punktana. Punktarnir eru stundum nuddaðir í stað nála.
Má nota nálastungur á meðgöngu?
Já, nálastungur eru mjög gagnlegar í meðgöngu og í fæðingu. En ég ráðlegg öllum að vanda val sitt og finna sér meðhöndlara með mikla þekkingu og reynslu að baki. ‘Eg fylgi oft konum frá því fyrir getnað og framm yfir fæðingu og tekst á við þau óþægindi og vandamál sem koma upp á meðgöngunni ss, ógleði, uppköst, þunglyndi, grindargliðnun, höfuðverki osf.. Með nálastungum má auðvelda meðgönguna og fæðinguna.
Hve langur tími líður á milli meðferðanna?
Það er einstaklingsbundið. Til að birja með getur það verið vikulega eða á tveggja vikna fresti en eftir því sem bati eykst því lengra líður á milli allt upp í þrjá mánuði.
Er batinn varanlegur eða þarf að koma aftur eftir einhvern tíma?
Það fer algerlega eftir sjúklingi, ef að viðkomandi hefur náð tökum á þeim þáttum í lífi sínu sem komu lífi hans úr jafnvægi er yfirleitt góðum bata náð og óþarfi að koma aftur. Sumir kjósa þó að koma við árstíðarskipti í fyrirbyggjandi meðferð en það er gagnleg gömul kínversk hefð þar sem tekist er á við mein áður en þau hafa náð bólfestu. ‘I andlitsnálastungu/andlitslyftingu þarf að koma á eins til tveggja mánaðar fresti til að viðhalda árangrinum.
Liggur eða situr sjúklingur á meðan á meðhöndlun stendur?
Oftast liggur sjúklinurinn til þess að ná sem bestri slökun.