Geislabjörg

Geislabjörg er félag fólks um frelsi frá rafmengun, þ.e. geislun frá fjarskiptatækjum farsímakerfa en einnig geislun frá farsímum, rafmagnstækjum og öðrum búnaði sem knúinn er rafmagni.

Félagið vinnur að því að fá viðurkennda þá skaðsemi sem rafmengun og geislun frá þráðlausri tækni getur haft á heilsu fólks og náttúru að stuðla að því að sett verði lög og reglugerðir til að draga úr þessari mengun og standa vörð um heilsu almennings að koma á framfæri rannsóknum sem hafa verið gerðar á þessu sviði, efla þekkingu og umræðu og eyða fordómum að styðja þá sem hafa veikst af rafmengun og vinna að réttindamálum þeirra að stuðla að vitundarvakningu um skaðsemi þráðlausrar tækni, rafmengunar og rafsegulsviðs og jarðára á heilsu manna og dýra!

Að standa vörð um hagsmuni þeirra sem vilja vera lausir við þá rafmengun sem stafar frá þráðlausri tækni að vinna að því að frágangur á jarðtengingum á rafmagni í húsum og spennustöðvum verði þannig að heilsu fólks sé ekki ógnað að vinna að því að fjarskiptabúnaður sé ekki settur upp svo nálægt búsetu að heilsu fólks geti stafað hætta af Að fylgja eftir lögum Alþingis um þessi mál sem eru nú þegar til staðar og bæta við því sem er ábótavant með lögum. Félagar geta allir orðið sem þess óska og hafa áhuga á að styrkja málstað félagsins. Þeir sem hafa áhuga á því að vera með þá er forsvarsmaðurinn eða konan, Svala Rún Sigurðardóttir svalarun@msn.com