Vatn í plastflöskum og eiturefnið dioxid

Rannsóknir sýna að eiturefnið dioxid greinist oft í miklu magni í krabbameinsæxlum, því langar mig að benda ykkur á nokkrar leiðir til að varast það. Plast í einnota plastflöskum, sem notaðar eru aftur og aftur og jafnvel geymdar úti í bíl þar sem þær hitna og kólna á víxl, fer að leka dioxid. Því er best að margnota ekki tómar gosflöskur undir drykkjarvatn en nota þess í stað glerflöskur eða vandaðar plastflöskur.

 

 

Vandaðar plastflöskur fást í útivistarbúðum, á botninum á þeim er lítill þríhyrningur sem í stendur tölustafur, ef plast er sterkt og lekur ekki á talan 7 að vera inni í þríhyrningnum. Best er að varast að nota plastílát eða breiða plast yfir mat, sem hitaður er upp í örbylgjuofni, við það að hitna lekur plastið efninu dioxid og undir plastinu myndast gufa og vatnsdropar sem leka yfir matinn og innihalda þetta eiturefni.

Hitaðu heldur matinn í gler- eða keramikílátum og breiddu pappírsþurku yfir. Dioxid er ein helsta ástæða þess að úti í hinum stóra heimi hafa sumir skyndibitastaðir horfið frá plast og frauð ílátum og farið að nota pappírsílát í staðin, erfitt er þó að vita hvaða efni eru í pappírnum. Og mundu að frysta ekki vatn í plastflöskum því við það að plastið kólnar og hitnar myndast dioxid í vatninu! Lifið heil.