Árstíðaskipti
Árstíðaskipti
Árstíðaskipti eru framundan, þau eiga sér stað fjórum sinnum á ári. Síðustu árstíðaskipti hófust 20. október og enda átján dögum seinna þann 7. nóvember. Þetta er sá tími sem það tekur jörðina og himinhvolið að skipta endanlega úr einni árstíð yfir í aðra. Nú skiptir frá hausti yfir í vetur, það er því gott að koma einu sinni á þessu átján daga tímabil í fyrirbyggjandi nálastungumeðferð til að minnka líkurnar á veikindum yfir veturinn.
Fyrirbyggjandi meðferðir hafa verið stundaðar í u.þ.b. 4600 ár, en í Kína var lögð mikil áhersla á að komast hjá sjúkdómum og þar þótti full seint að byrja að huga að heilsunni þegar fólk var orðið veikt. En eins og segir í Neijing – það er eins og að byrja að grafa fyrir brunni eftir að þú ert orðinn þyrstur.
Í gamla Kína var einn læknir sem sá um íbúa hvers þorps, þorpsbúarnir sáu lækninum svo fyrir nauðsynjum og öllu því er honum vanhagaði um. Starf læknisins var fyrst og fremst að halda íbúunum heilbrigðum því ef einhver veiktist átti hann ekki gott með að sjá lækninum fyrir þörfum hans. Það var því alfarið í þágu læknisins að halda þorpsbúum hraustum og vinnufærum.
Mesti heiður hvers læknis var að fá stöðu hjá keisaranum en það gat kostað hann lífið ef keisarinn veiktist.
Yin Yang Li, almanak sólar og tungls
Ég hef sagt ykkur frá kínverska Yin Yang Li, almanaki sólar og tungls , þar sem spáð er fyrir um veður og eðli veikinda yfir árið. Núna fram að næstu árstíðarskiptum sem verða í febrúar má búast við að veikindi leggist á bringu með verkjum og bólgum, á bak, herðar og herðablöð ásamt verkjum í handleggjum. Svimi, sljóleiki og depurð vegna ójafnvægis í hjartaorku og hjartaverkir, sem eru afleiðing kulda og raka, gera tlíka vart við sig. Verkir í nára og baki sem hafa áhrif hvor á annað hafa tilhneigingu til að verða svo slæmir að erfitt er að beygja sig og rétta úr sér. Ýmiskonar meltingartruflanir eins og þaninn kviður, lystarleysi, niðurgangur, magaverkir, kuldi yfir kviðinn, eymsli í fótleggjum og gigt eru líka í kortunum.
Viðbrögð plánetanna mars og merkúr eru að þær skína skært!