Yin, Yang og Chi

Yin, Yang og Chi

Yin og Yang

Yin og Yang er upphaf alls. Kyrrstaða er ekki til og allt fylgir ákveðinni hringrás. Það má líkja Yang við sól, útþenslu, dag, hita en Yin er andstæðan; nótt, kuldi, stilla. Þau eru óaðskiljanleg og hvorugt er hinu mikilvægara, þau eru til staðar í öllu, á stöðugri hreyfingu og í dínamísku jafnvægi.
Eins og dagur sem líður inn í nóttina og sólarljós sem lýsir upp skugga. Ef Yin verður of veikt verður Yang of sterkt og getur t.d. valdið höfuðverkjum, háum blóðþrýstingi, útbrotum, stressi, svefnleysi og kvíða. Ef Yin verður of sterkt verður Yang of veikt og getur valdið slímmyndun, vökvasöfnun, sleni, kulda og þyngslum í fótleggjum. Alltaf fara þau saman þessi tvö og það er aðeins á dauðastundinni sem þau skiljast að.

Chi er orka

Chi er orka, lífsorkan, og finnst allsstaðar þar sem Yin mætir Yang og himinn mætir jörð. Þetta er krafturinn sem heldur himintunglunum, blóðinu og líkamanum á hreyfingu.
Þú sérð Chi í þrótti fólks og þegar Chi í mat og drykk er gott er maturinn bragðmikill með sterkan lit og skilar til líkamans góðu Chi. Þeir sem búa yfir góðu Chi eiga auðvelt með að koma sér að verki og vinnast verkin vel. En við fáum ekki chi aðeins úr því sem við borðum heldur líka úr loftinu sem við öndum að okkur og sum part úr orkunni í nýrunum. Í samskiptum gengur Chi á milli manna og maturinn sem við borðum bragðast af Chi kokksins. Skortur eða stöðnun á Chi getur lýst sér í offitu, æxlum, blöðrum á eggjastokkum, hand- og fótkulda, almennri deyfð og ýmsu fleiru.

Klassískar kínverskar nálastungur

Klassískar kínverskar nálastungur

Nálastungur eru upprunnar í Kína og elstu skriflegu heimildir um þær eru u.þ.b. 2.500 ára gamlar. Þá þegar gefa þær góðar upplýsingar um veikindi, heilsu og fyrirbyggjandi meðferðir. Nálastungur eru ein af fáum lækningameðferðum sem sem byggja á svo fornum grunni og notaðar eru á okkar tímum um allan heim. Smá saman hefur skilningur á gagnsemi nálastungna aukist í okkar vestræna heimi og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (e. WHO) álítur þær árangursríka meðferð við heilsutengdum vandamálum sem byggi á raunhæfri sýn á starfsemi líkamans og lækningu veikinda.

Allt snýst þetta um orku, eða Chi eins og sagt er. Í Kína er litið á alla sköpun og efnisbirtingu hennar, að manninum meðtöldum, sem formbirtingu af Chi. Allt er orka á hreyfingu, jafnvel hinn þéttasti efnismassi. Á undanförnum áratugum hafa vísindarannsóknir hleypt stoðum undir kenninguna um hreyfingu orku í efnisheiminum.

Nýlega voru uppgötvaðar örsmáar brautir sem innihalda ljóseindir, prótein, stofnfrumur og DNA sem liggja samhliða æðum, sogæðum og taugum og fara um allan líkamann. Þessi uppgötvun varpar enn frekara ljósi á það, sem virtist mönnum ljóst í Kína fyrir mörg þúsund árum, að um líkamann liggja orkubrautir. Mannslíkaminn er knúinn áfram af lífsorku ,Chi, sem rennur um líkamann í orkubrautum og að hægt er að hafa áhrif á heilsu manna gegnum þessar orkubrautir með nálastungum.

Er vorið komið?

Er vorið komið?

Þó svo að mörgum finnist febrúar og mars vera vetrarmánuðir, þá er það nú engu að síður svo að samkvæmt kínverskri stjörnuspeki byrjaði að vora í febrúar.

Ég ætla þó í þetta sinn að halda mig við það að hér sé enn vetur og segja ykkur frá vatnsfrumaflinu sem inniheldur nýru og þvagblöðru, tilheyrir vetri og er dimmt og kalt. Sagt er að „nýrun opnist í eyrunum“ sem þýðir að heyrn er nátengd nýrnaorkunni og heilbrigði hennar. Skörp heyrn eykst í kyrrð og kulda vetrarmánaðanna. Heitar súpur, ristaðar hnetur og flókin kolvetni eru upplögð á köldum dögum. Dökkar litlar baunir, sjávarþang og gufusoðið grænmeti styðja við nýrnaorkuna og er því gott að borða yfir veturinn. Eldaðu mat lengi, við lágan hita og með litlu vatni á veturnar. Bæði salt og beiskt bragð tilheyra vatnsfrumaflinu, eiginleikar þess hafa kælandi áhrif á ysta lag líkamans en senda hita hinsvegar dýpra og neðar í líkamann. Þegar yfirborð líkamans er kaldara verður þér síður kalt.

Best er að nota sjávarsalt eða Himalayasalt allt í réttu magni þó, því of mikil saltneysla getur leitt til mikillar vatnsdrykkju sem hefur veikjandi áhrif á orkuna í nýrum og þvagblöðru. Mikið vatn kæfir einnig eldinn þar sem hjartað dvelur og getur verið undirrór hjarta og æðasjúkdóma.  Mælt er með bitrum mat yfir vetrarmánuðina s.s. rúg, höfrum, hélunjólafræum (quinoa), vatnakarsa, aspas, sellerý og amaranth af þessu getið þið borðað sem mest þið megið og auðvitað er rótargrænmeti kraftmikið og tilvalið á veturnar.

Frjósemi/ófrjósemi

Frjósemi/ófrjósemi

Allt frá því að ég byrjaði að starfa við nálastungur hafa ófrjósemi, meðganga og fæðingar verið partur af starfsemi minni. Nú hafa hinsvegar margar ljósmæður lært fyrstu hjálp í nálastungu við fæðingu, og því hjálpa ég ekki lengur í fæðingunni sjálfri. Ég aðstoða konur þó ennþá við undirbúning að meðgöngu, meðhöndla þær á meðgöngunni, alveg að fæðingunni sjálfri og eftir fæðinguna.

Í kínverskum lækningum er litið til chi orkunnar í nýrunum þegar kemur að ófrjósemi. Nýrnaorkan er oft lágt og chi í lifur staðnað. Fleira getur þó komið til s.s. kuldi í móðurlífi, of mikill innvortis raki, innvortis hiti og skortur á blóði svo eitthvað sé nefnt.

Ég ráðlegg konum ef hægt er að byrja að undirbúa sig 3-6 mánuðum fyrir getnað með nálastungum og góðu mataræði. Bágt næringarástand, sveppasýkingar og þrálátar bólgur eru algengar ástæður ófrjósemi. Það er gríðarlega mikilvægt að huga vel að mataræði og vera vel nærður fyrir, á og eftir meðgöngu. Maður er það sem maður borðar er máltæki sem úreldist ekki og heilsa barna okkar veltur að miklu leyti á því að foreldrar kunni að næra sig og sína.

Fyrsta árið eftir fæðingu barns er oft viðkvæmt og vert að huga vel að heilsu móður. Brjóstagjöfin reynist mörgum erfið hvortheldur sem er í byrjun eða þegar frammí sækir. Ofaná það bætast svo við svefnlausar nætur, tanntökur og hvað eina. Það getur verið hjálplegt fyrir móður að koma reglulega í nálastungur á þessu tímasbili til að hlúa að sjálfri sér og viðhalda sinni eigin orku.

Nálastungumeðferð við hitakófi hjá brjóstakrabbameins sjúklingum

Nálastungumeðferð við hitakófi hjá brjóstakrabbameins sjúklingum

Slæm hitakóf með þar tilheyrandi vanlíðan og svefnleysi er algeng aukaverkun af lyfjum sem notuð eru gegn krabbameini í brjóstum. Þessi hitakóf geta verið það yfirþyrmandi að sumir sjúklingar hætta lyfja meðferð. Nálastungur geta mögulega hjálpað gegn þessu vandamáli.

Nálastungur geta líklega létt áhrif aukaverkana  móthormónameðferðar hjá brjóstakrabbamein sjúklingunum.

Á  hverju ári greinast rúmlega 4000 danskar konur með brjóstakrabbamein. Í flestum tilfellum samanstendur meðferðin af aðgerð (uppskurði),lyfjameðferð (kemoterapi) og síðan móthormónameðferð í u.þ.b. 5 ár  á eftir til að hindra nýtt mein. Móthormónameðferðin getur hjá yngri konum valdið óþægindum vegna einkenna tíðahvarfa framkallaðs af lyfjunum og hjá þeim eldri sem þegar eru á breytingaskeiði geta hitakófin versnað.

“Sérstaklega getur svitakóf með þar tilheyrandi svefnleysi verið vandamál. Margar konur þurfa að skifta um náttföt mörgum sinnum á nótt og hjá sumum er ástandið það slæmt að þær hafa  annað rúm tilbúið með auka sængurfötum sem þær geta flutt sig yfir í þegar sængurfötin verða gegnblaut af svita. Þessi röskun á nætursvefni gerir það að verkum að konurnar verða óupplagðar og þreyttar og lífsgæðin minnka.” Segir Susanne Bokmand yfirlæknir á Mammacenteret, deild fyrir brjóstakrabbameins sjúklinga á Sjúkrahúsinu í Vejle. Nálastungur geta mögulega dregið úr hitakófinu.

Hitakófið eru í sumum tilfellum það yfirþyrmandi að konurnar hætta í lengri eða skemmri tíma að taka móthormóna lyfin, útskýrir Jill Hervik  sem er nálastungulæknir og sjúkraþjálfari á verkjameðferðardeild á norska sjúkrahúsinu i Vestfold í Noregi. Jill Hervik hefur þar af leiðandi kannað á hópi sjúklinga í samvinnu við Odd Mjåland yfirlækni hvort nálastungur geti minnkað hitakóf hjá sjúklingum með brjóstakrabbamein.

Í rannsókninni fékk helmingur sjúklinganna hefðbundna kínverska nálastungumeðferð en hinn hópurinn fékk falskar nálastungur þar sem nálum sem líktust nálastungunálum var bara stungið nokkra mm.inn í húð.

Hitakófseinkennin  minnkuðu um helming hjá 5 af 6   konum í hópnum sem fengu alvöru nálastungumeðferð .en aðeins ein af 6 konum úr  hópnum sem fengu falskar nálastungur fann breytingu til batnaðar. Þar að auki héldust áhrif raunverulegu nálastungumeðferðarinnar 12 vikum eftir að meðferð var hætt, en þá voru hitakófin ennþá 30 prósentum minni en áður en meðferðin hófst.

Hefðbundin meðferð gegn hitakófi bönnuð.

Við einkennum hitakófs á breytingarskeiði er heilbrigðum konum oft ráðlögð hormónameðferð. Þessi meðferð hentar alls ekki brjóstakrabbameins sjúklingum því þá aukast líkurnar á endurteknu krabbameini.

Þess í stað fá sumir brjóstakrabbamein sjúklingar blóðþrýstings lækkandi lyf sem dregur úr svitamyndun, útskýrir Susanne Bokmand. En til að ná þessari virkni þarf mjög stóra skammta af lyfinu með aðrar aukaverkanir s.s.máttleysi og svima.

Læknar jákvæðir gagnvart nálastungum.

Susanne Bokmand finnst áríðandi að rannsaka hvort  nálastungur geti verið góð lausn án aukaverkana  fyrir konur sem undirgangist aðgerð vegna brjóstakrabbameins. Nýlega lauk hún rannsókn á virkni nálastungumeðferðar á hitakóf og svefn hjá konum með brjóstakrabbamein á Mammacenteret .  Í rannsókninni voru bornir saman 3 hópar kvenna sem fengu annarsvegar  nálastungur, hinsvegar falskar (placebo) nálastungur og svo fékk þriðji hópurinn engar.

Susanne segir að það hefur sýnt sig að nálastungur hafa marktæk bætandi áhrif á nætursvefn og minnkar Hitakóf og áhrifin héldust að minnsta kosti í 12 vikur.

Í ljósi þessara niðurstaðna og eigin reynslu mælir Susanne Bokmand hiklaust með nálastungum og það er hennar mat að þær komi að notum á öllu  krabbameins meðferðarferlinu.

Nauðsynlegt að gera frekari rannsóknir.

Jill Hervik sem stendur fyrir norsku rannsókninni vonar að nálastungur muni létta aukaverkanir af andhormónameðferðinni hjá konum með brjóstakrabbamein.  Hún undirstrikar þörfina fyrir frekari rannsóknir á þessu efni.

Glucophage

Allt um nálastungur

Allt um nálastungur

Nálastungur eru ævafornt kerfi sem þróast hefur í þúsundir ára í Kína. Hin sígilda kínverska nálastungumeðferð er flókin heilunaraðferð og tekur þó nokkur ár að ná tökum á henni og mörg ár til viðbótar að ná visku og leikni. Litið er á manneskjuna sem eina heild líkama huga og anda, þessi heild er hluti af sköpunarverkinu þar sem hver og einn (more…)