Er vorið komið?
Er vorið komið?
Ég ætla þó í þetta sinn að halda mig við það að hér sé enn vetur og segja ykkur frá vatnsfrumaflinu sem inniheldur nýru og þvagblöðru, tilheyrir vetri og er dimmt og kalt. Sagt er að „nýrun opnist í eyrunum“ sem þýðir að heyrn er nátengd nýrnaorkunni og heilbrigði hennar. Skörp heyrn eykst í kyrrð og kulda vetrarmánaðanna. Heitar súpur, ristaðar hnetur og flókin kolvetni eru upplögð á köldum dögum. Dökkar litlar baunir, sjávarþang og gufusoðið grænmeti styðja við nýrnaorkuna og er því gott að borða yfir veturinn. Eldaðu mat lengi, við lágan hita og með litlu vatni á veturnar. Bæði salt og beiskt bragð tilheyra vatnsfrumaflinu, eiginleikar þess hafa kælandi áhrif á ysta lag líkamans en senda hita hinsvegar dýpra og neðar í líkamann. Þegar yfirborð líkamans er kaldara verður þér síður kalt.
Best er að nota sjávarsalt eða Himalayasalt allt í réttu magni þó, því of mikil saltneysla getur leitt til mikillar vatnsdrykkju sem hefur veikjandi áhrif á orkuna í nýrum og þvagblöðru. Mikið vatn kæfir einnig eldinn þar sem hjartað dvelur og getur verið undirrór hjarta og æðasjúkdóma. Mælt er með bitrum mat yfir vetrarmánuðina s.s. rúg, höfrum, hélunjólafræum (quinoa), vatnakarsa, aspas, sellerý og amaranth af þessu getið þið borðað sem mest þið megið og auðvitað er rótargrænmeti kraftmikið og tilvalið á veturnar.